Nú er tími sveppatínslu. Ætisveppir hafa lengi vel verið ræktaðir eða tíndir villtir og hefur áhugi á neyslu þeirra aukist á Norðurlöndunum undanfarna áratugi. Nauðsynlegt er fyrir þá sem stunda sveppatínslu eða -ræktun að búa yfir næganlegri þekkingu á ætisveppum til geta greint ætisveppi frá þeim óætu.
Norræna ráðherranefndin hefur nú gefið út skýrslu með ráðleggingum um ætisveppi sem ætlaðar eru matvælafyrirtækjum, verslunum og opinberu matvælaeftirliti. Markmið skýrslunnar er að m.a. að tryggja að neytendum bjóðist sveppir sem eru rétt tegundagreindir og öruggir to neyslu.
Skýrslunni er skipt í tvo hluta: Fyrri hlutinn inniheldur Norrænan spurningalista, ásamt leiðbeiningalistum yfir ætisveppi sem selja má á markaði. Í seinni hlutanum er að finna almennar bakgrunnsupplýsingar um sveppina, ásamt áhættumati fyrir yfir 100 tegundir of sveppum m.t.t. eiturefnainnihalds og hvort öruggt sé að neyta þeirra. Nálgast má fyrri hluta skýrslunnar á íslensku og fyrri og seinni hluta á ensku hér að neðan.