Þessi er pakkaður af grænu og góðu.
Þessi er pakkaður af grænu og góðu.
Má nefna grænkál og sellerí, einnig er ananas og greipávöxtur í honum og þetta er sko blanda sem allir ættu að prufa.
Hráefni:
2 bollar af fersku grænkáli
1 bolli af vatni
2 stórir stilkar af sellerí, saxað
½ gúrka – söxuð
1/3 greip ávöxtur - kjötið
1 bolli af ananas – frosinn
Leiðbeiningar:
- Blandið saman grænkáli og vatni, hrærist vel saman.
- Bætið rest af hráefnum saman við og látið blandast vel vel vel saman.
Njótið vel!
Ps: notið frosna ávexti til að drykkur sé kaldur.