Uppskrift er fyrir 2.
Hráefni:
2 bollar af grænkáli fersku
1 bolli af vatni
1 bolli af trönuberjum
2 appelsínur án hýðis
2 bananar
Leiðbeiningar:
Blandið grænkáli og vatni saman þar til þetta er afar mjúkt.
Bætið svo við rest af hráefnum og setjið á góðan hraða á blandara.
Munið að nota eitthvað af ávöxtum frosnum til að drykkur sé ferskur og kaldur.
Vegna trönuberja þá verður þessi drykkur meira fjólublár en grænn.
Njótið vel!