Þar sem sjaldnast gefst mikill tími að morgni, er ágætt að hræra í blönduna að kvöldi og baka þegar farið er á fætur, en þannig færðu út ferskan og nýbakaðan morgunverð sem ilmar dásamlega í ofanálag. Sjálf uppskriftin er alveg ósæt, en ágætt er að velja glútenlaus hafragrjón. Þó er bananaviðbótin sæt frá náttúrunnar hendi, en kanelkryddaðir eplabitarnir fara mjög vel með ofnbakaðri mjölblöndunni.
Litlu haframúffurnar eru frábærir molar í nestibox barna, á morgunverðarborðið og sérstaklega ef þær eru hafðar til kvöldinu áður en bakaðar að morgni, en einnig er hægt að frysta hluta og afþýða í örbylgjuofni að morgni, ef lítll tími gefst þegar á fætur er farið!
2 bollar haframjöl
1 tsk lyftiduft
⅛ tsk salt
½ tsk kanill
1 bolli mjólk (má vera möndlumjólk, kókosmjólk eða soyamjólk)
1 meðalstórt egg
1 ½ meðalstór banani (maukaður með gaffli)
1 stórt epli; afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í smáa bita.
Ef ætlunin er að baka múffurnar strax, skaltu forhita ofninn í 170 gráður, – annars skaltu láta deigið bíða fram að morgni.
Hrærið saman höfrunum, lyftiduftinu, saltinu og kanel í stórri skál. Bætið við mjólkinni, eggjunum og mörðum banana og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Hrærið nú eplinu út í blönduna. Blandan má standa í ískáp yfir nótt, eða fara beint í bökunarformin, ef ætunin er að reiða fram strax.
Smyrjið múffuform að innan og fyllið upp öll múffuformin með haframjölsblöndunni – stingið inn í ofninn og bakið við u.þ.b. 170 gráður í 20 – 25 gráður, eða þar til haframolarnir eru orðnir gullinbrúnir að lit. Stingið inn í ísskáp ef ætlunin er að geyma eða frystið í litlum frystipokum og njótið vel!
*Ath. ef ætlunin er að bera á borð fyrir börn er ágætt að halda salt- og kanelmagni í lágmarki, eins og gefið er upp í uppskrift, en annars má auka magnið örlítið og setja ½ tsk af salti og jafnvel 1 tsk af kanel.
Uppskrift af vef sykur.is