Hugmyndin ein er freistandi og mundu að þú getur alltaf skipt út hefðbundnu hveiti fyrir glútenlausa blöndu!
Heimabakað naanbrauð eða þunnt pítubrauð
Sítróna
Þroskað avókadó
Meðalstórt egg
Sjávarsalt, pipar, chiliflögur, kúmen og lífræn ólívuolía
Ristaðu brauðið á pönnu þar til brauðið er orðið volgt og stökkt, merðu avókadóávöxtinn og smyrðu aldinkjötinu á pítu/naanbrauðið, kreistu sítrónusafa yfir aldinkjötið og dreyptu ólívuolíu yfir allt. Því næst fer steikt eggið ofan á avókadómaukið og kryddblandan þar ofan á. Berið fram strax.
Uppskrift af vef sykur.is