Ég er búin að vera svo upptekin undanfarnar vikur við að stússast í kringum nýjasta "afkvæmið"og hefur síðan verið vanrækt töluvert vegna þess. Bókin sem er rafræn ber heitið "Uppáhaldsréttir barnanna" og inniheldur 37 uppskriftir sem vonandi koma að góðum notum ásamt fróðleik. Það er með þvílíkri gleði að ég tilkynni ykkur þetta og vona svo innilega að þessi bók verði ykkur hvatning og hjálp við að útbúa hreinan og góðan mat fyrir fjölskylduna
Þessi bók varð til í kringum námskeiðin sem ég var með í vetur "Byggðu upp barnið" og eru þessar uppskriftir uppáhaldsuppskriftir barnanna á heimilinu. Einhverjar uppskriftir eru nú þegar á netinu en meirihlutinn eru nýjar uppskriftir sem hafa ekki birst á síðunni áður.
Uppskriftirnar eru allar mjólkurlausar nema ein uppskrift sem er af hreinum sykurlitlum rjómaís (já frekar erfitt að hafa hana mjólkurlausa) en til að bæta það upp er líka uppskrift af besta mjólkurlausa ísnum sem við höfum dottið niður á. Þessi bók er ekki glúteinlaus þó hún innihaldi margar glúteinlausar uppskriftir því það eru nokkrar uppskriftir sem innihalda spelt, en í mörgum þeirra kem ég með athugsemd hvernig hægt sé að gera glúteinlausa útgáfu.
Það er bæði hægt að fá bókina á Epub formi sem gengur fyrir Appel tæki og þá er hægt að fletta bókinni fram og tilbaka. En fyrir ykkur hin sem eruð ekki með apple tæki er líka hægt að fá bókina á pdf formi og hentar þannig fyrir Android og PC tölvur. Það eru mörg forrit til sem hægt er að nota til að geyma og skoða bókina í t.d. Evernote. Á síðunni er hægt að versla bókina beint (efst í hægra horninu) og er það þá gert í gegnum Paypal, ósköp þægilegt því margir eru með virkan paypal reikning tengdan Visa kortinu. Þegar gengið er frá greiðslunni í gegnum paypal kemur bókin til ykkar um hæl í pósthólfið. Ef þetta er hinsvegar eitthvað að vefjast fyrir ykkur varðandi paypal þá bara sendið þið mér línu og ég gef ykkur upp bankanúmer og þið millifærið á mig.
Bókin kostar 1950 kr en í gegnum paypal greiðið þið 13 eur sem er næstum því nákvæmlega sú upphæð.
Bókin er samvinnuverkefni mín og barnanna og ætlunin er að alllur ágóði af henni fari í ferðasjóð en fjölskyldan heldur í sína fyrstu utanlandsferð sem fimm manna fjölskylda en síðast fór fjölskyldan saman í frí 2006 með eina litla eins árs dömu með sér. Allt saman mjög spennandi en spenntust eru krakkarnir að fara í fyrsta skipti í alvöru tívolí og dýragarð.
Vonandi nýtist bókin ykkur vel kæru vinir
Kveðja,.
Oddrún - Heilsumamma