Snemma á síðustu öld voru heilsusamleg áhrif D-vítamíns uppgötvuð. Þar sem þorskalýsi er ein mesta náttúrulega uppspretta D-vítamíns varð það fljótt vinsælt hráefni til framleiðslu vítamínsins.
Í lok 7. áratugarins var svo sýnt fram á verndandi áhrif Omega-3 fitusýra úr sjávarfangi gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan þá hafa þúsundir rannsókna sýnt fram á ýmis heilsusamleg áhrif Omega-3 fitusýranna, þó aðallega EPA og DHA.
Hin síðari ár hafa rannsóknir einnig beinst að DHA og jákvæðum áhrifum þess á meðgöngu, fóstur, þroska heila og taugakerfis, og ýmsa geðræna sjúkdóma.
Hér hefur útdráttum úr ritrýndum vísindagreinum verið safnað saman, sem fjalla um heilsusamleg áhrif lýsis og fiskmetis.
LÝSI er aðili að GOED, en það eru samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að neyslu ómega-3. Hér er að finna krækju á síðu þeirra um heilnæmi þessara fitusýra: www.alwaysomega3s.com
Fengið af síðu lysi.is