Þær ofurfyrisætur sem eru svo lánsamar að landa hlutverki engils hjá undirfatafyrirtækinu vinsæla fara víst allar á sama mataræðið fyrir sýningar. Næringarfræðingur hefur búið til ákveðið plan sem fyrirsæturnar þurfa að fylgja. Reyndar er það sérsniðið að hverjum og einum engli en engu að síður miðast það fyrst og fremst við að ná miklum árangri á stuttum tíma. Fituprósenta þeirra má nefnilega ekki vera hærri en 18, en hjá fullorðinni konu í góðu formi er gjarnan miðað við 21 til 24 prósent.
Mataræðið snýst fyrst og fremst um að taka allan unnin mat út. En þegar nær dregur sýningu, eða svona 9 dögum áður, er aðeins tvennt sem fyrirsæturnar mega borða. Þessa daga mega þær ekkert láta inn fyrir sínar varir nema próteinhristinga og prótein- og grænmetisstangir...LESA MEIRA