Langar þig til að hafa þetta ferska útlit? Gríptu poka af púðursykri. Kornin fjarlægja dauðar húðfrumur og gefa andlitinu ferskt útlit, en þetta segir David Parker, co-founder á The Body Deli, en það er svona “all natural skin care company”. Einnig má gera skrúbb úr púðursykri og nota á allann líkamann. Ódýrt og þetta virkar.
Til að draga frá þínum aldri nokkur ár, þá skaltu blanda saman ½ bolla af dökkum púðurykri, 3 tsk af olífuolíu (má líka nota kókósolíu), klípa af múskat og svo er bara að hræra þessu vel saman þangað til þetta er orðið eins og krem. Bleyttu andlitið, skelltu skrúbbblöndunni framan í þig og nuddaðu í hringi með fingrunum í 1 til 2 mínútur. Þvo af með volgu vatni.
Ef þú hefur skorið þig óvart þegar þú varst að raka þig og átt ekki neitt til að setja á það, teygðu þig þá í sæta efnið, það hjálpar að græða litlar skeinur. “Púðursykur virkar eins og bólgueyðandi og hann er einnig örverueyðandi og getur þar af leiðandi komið í veg fyrir sýkingar” segir Starre Vartan, höfundur bókarinnar The Eco Chick Guide to Life.
Hreinsaðu sárið með sápu og vatni og settu síðan púðursykur á það (nóg til að hylja það alveg). Settu plástur yfir og láttu þetta vera í friði í nokkra klukkutíma. Þetta má endurtaka tvisvar til þrisvar á 36 klukkustunda tímabili. Og áður en þú veist af er sárið gróið.
Þarftu að veiða pirrandi húsflugu? Settu vaselín á lítinn pappa og dreifðu púðursykri yfir. Flugur dragast að sykrinum og festast í vaselíninu. Þarna ertu með frábæra og ódýra lausn til að hafa flugu-frítt heimili.
Ef þú setur spotta í pappann má hengja þetta hvar sem er á heimilinu, t.d í glugga.
Fullnægðu sykurþörfinni með smá púðursykri. “Hann er góður á bragðið og langt um betri en hvítur sykur” segir Marissa Lippert, RD, höfundur bókarinnar The Cheater´s Diet. Smá púðursykur á tunguna – færri kaloríur.
Næst þegar þig vantar eitthvað að narta í prufaðu að sneiða niður greip ávöxt eða skerðu banana þvert í sundur og stráðu púðursykri yfir. En mundu, allt er gott í hófi.
Heimildir: health.com
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg