En avókadó verður gamalt eins og með aðra ávexti og það er synd það þurfa að henda þeim.
Það er hægt að lengja líf þeirra með því að geyma avókadó í grunnu vatni en ef þú vilt lengja líf þeirra ennþá meira þá er það besta sem þú getur gert er að frysta þau. Þau þurfa að vera þroskuð til að hægt sé að frysta þau.
Já, það má frysta avókadó. Fórstu núna allt í einu að hugsa “hvað með öll þau avkókadó sem ég hef hent” ? úff! Þetta er ekki ódýrasti ávöxturinn en núna þarf ekki að henda þeim.
Annað hvort skorið í tvennt og steinlaust eða að stappað það. Og hér fyrir neðan eru frekari leiðbeiningar.
Þvoðu avókadó með hýðinu.
Skerðu ávöxtinn í tvenn og fjarlægðu hýðið.
Ef þú ákveður að skera það í tvennt þá skal setja hvorn helminginn fyrir sig í sitt hvort plastið, helst filmu eða í álpappír og svo í poka með zip lock sem þola frost. Og ekki gleyma að merkja og dagsetja pokana.
Ef þú ákveður að merja það, taktu þá gaffal eða matarvinnsluvél og maukaðu það niður með örlitlu af sítrónusafa eða hvítu ediki. Settu svo maukið í lokanlegan poka (zip lock) eða í box sem loftæmist við lokun og merktu.
Svona er hægt að geyma avókadó í 6 mánuði.
Þegar þú svo ætlar að nota það, þá skal þeyfa því að þiðna í ísskáp í 12-24 tíma, eða við herbergishita í um klukkustund eða setjið avókadó í skál og látið kalt vatn renna yfir pokann eða boxið.
En, eins og með svo margt þá er örlítill fleira sem þarf að hafa í huga.
Þegar avókadó er þiðið þá er það ekki eins viðkomu og þessi fersku.
Það er ekki gott að skera sér sneið og borða heldur er avókadó sem hefur verið frosið tilvalið í guacamole, dressingar og til að smyrja á brauðið. Jafnvel ef þú ætlar að baka avókadó-bananabrauð.
Og nú þegar þú ert orðin sérfræðingur í að frysta avókadó þá getur þú verslað slatta af þeim í einni ferð og fryst það sem gæti legið undir skemmdum.
Heimild: mindbodygreen.com