Kryddjurtir hafa æðislega hreinsunareiginleika og ég nota þær mikið í uppskriftum í væntanlegu bók minni, sem kemur út núna í september! Ef þú ert með mig á snapchat: lifdutilfulls veistu að ég bíð spennt eftir að deila þessari bók með þér!
Ég er mjög hrifin af heimagerðum (DIY) leiðum að hugsa um húðina, geyma matvæli og nota ég gjarnan krukkur til að geyma jógúrt, dressingar eða kryddjurtir!
Hér kemur skref fyrir skref leið að geyma kryddjurtir lengur:
Skref 1. Sótthreinsið krukkur
Skref 2. Botnfyllið af vatni
skref 3. Skolið og þurrkið af kryddjurtunum
Skref 4. Setjið kryddjurtirnar í krukkurnar og geymið í ísskápshurð
Þar er fátt meira hressandi en að hefja daginn á ferskri myntu útí búst, bættu þeim svo næst útí salatið þitt í hádeginu og ljúktu deginum með andoxunarríkum sumar kokteil (meira um það í næsta bréfi)!
Hvernig geymir þú kryddjurtir og í hvað notar þú þær?
Deildu svo heilsunni áfram með vinum á facebook
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi