Fræið sem spírar er forðabúr plöntunnar sem það kemur úr og geymir því öll næringarefni hennar.
Þau næringarefni sem spíran inniheldur er mismunandi eftir tegundum spíra en langflestar hafa ríkulegt magn A, C og E vítamína sem eru svokölluð andoxunarefni og hjálpa líkamanum að losa sig við sindurefni sem verða til við oxun í líkamanum og eru talin hraða öldrun.
Þegar við sjóðum mat þá tapast verulegur hluti þessara vítamína úr matnum þess vegna er mikilvægt að neyta ferskrar fæðu samhliða.
Spírur eru neyttar ferskar og því frábær vítamíngjafi sem hægt er að neyta með nánast öllum mat, með aðalréttum, í salatið, í græna drykkinn, í samlokuna og í súpuna. Auk þess að vera mikilvæg næringaruppspretta þá eru spírur auðmeltar fyrir líkamann og ensímríkar, við þurfum því ekki að nýta orkuforða líkamans við niðurbrot fæðunnar heldur fáum hana beint í formi amínósýra, fitusýra, einsykra o.sfrv.
Spírur geta verið bleikar, bláar, grænar, gular, rauðar og allt þar á milli enda eru fræ hluti af náttúrunni sem er í öllum regnbogans litum. Fegurð á matardiskinum er ekki síðurmikilvægur hluti af hollustunni þar sem við byrjum að framleiða meltingingarensímin í munnvatnskirtlunum með því að horfa á matinn og finna lyktina af honum áður en við byrjum að borða. En góð meltingin er einn mikilvægasti hluti góðrar heilsu.
í dag og á morgun koma í verslanir nýuppteknar ferskar spírur í rauðum, grænum og gulum litum litum, best er að borða alla liti til að fá sem bestu næringuna og skreyta matardiskinn fallega til að virkja munnvatnskirtlana.
Photograpy: Áslaug Snorradóttir