Borið saman við ávexti eins og epli, appelsínur eða banana að þá eru jarðaberin ríkust af næringu af öllum þessum ávöxtum.
Þessar safaríku hjartalöguðu dásemdir hafa svo mikið meira upp á að bjóða en sætt bragðið. Sumir kalla jarðaberin “powerfood” .
“Strawberries are the angles of the earth, innocent & sweet with green leafy wings reaching heavenward” – Jasmine Heiler.
Ég elska jarðaber. Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég finn falleg og safarík jarðaber út í búð. Því miður að þá er ekki hægt að rækta þau hérna úti í garði. Jarðaber eru best fersk og ætti að borða strax og keypt hafa verið. Hvort sem þú borðar þau bara eintóm eða notar í salat að þá eru þau alltaf jafn holl og góð.
- Þau geta hjálpað þér að losna við fitu af rassinum (og fleiri stöðum)
Rauði liturinn á jarðaberjum inniheldur efni sem heitir anthocyanins sem er efni er örvar fitubrennslu. Tilraun var gerð á hóp af dýrum og þeim var gefið mataræði sem var hátt í fitu ásamt efninu anthocyanins og þau þyngdust 24% minna en hinn hópurinn af dýrum sem fékk ekki anthocyanins.
- Eykur skammtíma minnið
Andoxunarefnin í jarðaberjum hjálpa skammtíma minninu að skerpast um 100% á 8 vikum.
- Jarðaber eru afar lág í kaloríum en há í trefjum
Einn bolli af jarðaberjum inniheldur aðeins 54 kaloríur. Talandi um snilldar millibita.
- Róa niður bólgur
Jarðaber lækka C-reactive próteinið (CRP) í blóðinu en það getur orsakað bólgur í líkamanum. Í rannsókn sem var gerð á konum sem borðuðu 16 eða fleiri jarðaber á viku sýndi að þær voru 14% minna líklegri til að fá hækkun á efninu CRP.
- Minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum
Flavonoids er efnið sem ber ábyrgð á lit og bragði á jarðaberjum. Þetta efni lækkar áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum.
- Góð fyrir beinin
Jarðaber innihelda kalíum (potassium), K-vítamín og magnesíum sem eru afar mikilvæg fyrir góða heilsu beina.
- Geta komið í veg fyrir krabbamein í vélinda
Rannsóknir sína að frostþurrkuð jarðaber í dufti geti dregið verulega úr líkum á krabbameini í vélinda.
- Jarðaber hægja á öldrunarferlinu
Jarðaber eru stúfull af biotin, en það efni styrkir hár og neglur. Einnig innihalda þau andoxunarefnið ellagic acid sem heldur húðinni stinnri. Og það viljum við nú öll.
- Afar góð ef þú ert að létta þig
Samsetning á nitrate í jarðaberjum er það efni sem stuðlar að góðu blóðflæði og súrefni í líkamanum og er það afar gott ef þú þarft að léttast um nokkur kíló.
- Jarðaber eru góð fyrir sjónina
Að borða 3 eða fleiri skammta af ávöxtum eins og t.d jarðaberjum getur lækkað áhættuna á því að sjónin fari að deprast.
Næringargildi jarðaberja:
Jarðaber eru talin vera lang hollasti ávöxturinn. Þau eru pökkuð af andoxunarefnum, þau lækka blóðþrýstinginn og verja hjartað. Jarðaber eru stútfull af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og einnig innihalda þau sodium, þau eru laus við allt kólestról og fitulaus.
Það eru 54 kaloríur í einum bolla af niðurskornum jarðaberjum (166g) sem er um 1/3 af kaloríum í t.d banana.
“We do not rejoice in victories. We rejoice when a new kind of cotton is grown and when strawberries bloom in Israel” – Golda Meir.
Viðvörun fyrir suma:
Oxalates er efni sem er algengt í dýrum, plöntum, mannfólkinu og já, jarðaberjum. Þegar þetta efni verður of samþjappað í líkamsvökvanum þá kristallast það og getur orsakað alvarleg heilsufarsleg vandamál.
Fólk með gallblöðru eða nýrna vandamál ætti ekki að borða jarðaber. Rannsóknir hafa sýnt af oxalates getur dregið úr inntöku kalks í líkamann. En, það þyrfti enn frekari rannsóknir til að sanna að þetta sé rétt.
Saga jarðabersins
Jarðaber hafa vaxið villt út um allan heim í afar langan tíma.
- 234 fyrir krist. Það eru sönnunargögn um að jarðaber hafi vaxið villt á Ítalíu.
- 1300. frakkar byrjuðu að nota jarðaber í lækningaskyni.
- 1400. múnkar í Evrópu byrja að nota jarðaber til að lita á handritin sín.
- 1500s. Jarðaberin urðu þekktari og fólk fór að nota þau í hinum ýmsa tilgangi.
- 1588. jarðaber uppgövtast í Virginíu í fyrsta skipti sem að Evrópubúar stigu þar á land.
- 1643. fyrstu landnemarnir í Massachusetts njóta jarðaberjanna sem ræktuð eru af infæddum indjánum.
- Seint á 18 öld. Fyrsti jarðaberja garðurinn er ræktaður í Frakklandi.
- 1835. fyrstu bandarísku jarðaberin eru ræktuð.
- 1900’s. Kaliforníuríki byrjar að rækta jarðaber og framleiðir í dag um 80% af allri jarðaberjaframleiðslu í Bandaríkjunum. Ekki nema um ein billjón punda af jarðaberjum á ári!
Skemmtilegar og áhugaverðar staðreyndir um jarðaber
Gamlar sögur segja að ef þú skerð jarðaber sem vaxið hefur tvöfalt í tvennt og deilir því með manneskju af hinu kyninu, þá munt þú verða ástfanginn fljótlega.
Það eru til um 600 afbrigði af jarðaberjum sem eru mismunandi í stærð, útliti og bragði.
Myndir af jarðaberjum eru grafinn í steina frá miðöldum sem tákn um fullkomnum og réttlæti. Þessi hönnun er einnig oft grafinn á altari eða í kringum efstu súlur í dómkirkjum og kirkjum.
Jarðaberið var merki Venusar, gyðju ástarinnar, því oft þá vaxa jarðaber í hjartalaga formi og þau eru afar rauð að lit.
Sagan segir að jarðaberið hafi fengið nafn sitt frá enskum börnum sem týndu jarðaber, hengdu þau á strá og seldu þau sem “straws of berries”.
Jarðaberið tilheyrir rósafjölskyldunni, en einnig eplum og plómum.
Jarðaber eru ekki í raun og veru ber. Bláber og hindber hafa fræin innan í sér en jarðaberin bera sín fræ utan á.
Í Róm til forna voru jarðaber notuð til að lækka hita, hálsbólgu, vinna gegn nýrnasteinum og blóðsjúkdómum í lifrinni og miltanu.
Til að fá alla næringu sem að jarðaberin innihalda skal alltaf kaupa þau fersk. Þau eiga að vera stinn og hafa djúpan rauðan lit og grænan “hatt” og ilma vel.
Lítil jarðaber eru sætari og hafa meira bragð. Kaupir þú jarðaber skaltu borða þau helst strax.
Þegar jarðaber eru keypt í boxi skal athuga vel að það sé engin mygla í boxinu. Ef eitt jarðaber sýnir merki up myglu skaltu ekki kaupa boxið. Rannsóknir sýna að þessa myglu má tengja ýmsum heilsufarslegum vandamálum og jafnvel krabbameini. Ávextir og grænmeti sem innihalda mikinn safa geta verið menguð að innan.
Hvernig skal geyma jarðaber
Eins og áður sagði, þá er best að borða jarðaber um leið og þau eru keypt eða týnd á akrinum. Að geyma þau í ísskáp skemmir gæði þeirra.
Jarðaber á að geyma við herbergishita í smá tíma. Anthocyanin sem er efnið er gefur þeim litinn er afar viðkvæmt fyrir hita. Þetta er ástæðan fyrir því að jarðaber verða brún ef þau eru geymd í röngu hitastigi.
Aðeins skal þvo jarðaber þegar þú ætlar að borða þau. Best er að skola af þeim undir rennandi köldu vatni. Alls ekki láta þau liggja í vatni.
Ef þú vilt frosin jarðaber skaltu þvo þau varlega og leyfa þeim að þorna og taka af þeim græna toppinn. Síðan skaltu raða þeim á smjörpappír og frysta. Einnig má setja þau í ílát sem að lokast vel. Þau geymast í 6 mánuði í frysti.
Heimildir: care2.com