Því hærra sem jurtin vex því betra er kaffið talið vera.
Helstu afbrigði eru Arabica plantan og Robusta plantan.
Arabica plantan vex í 600-2000 metra hæð yfir sjávarmál. Hún vex í löndum Mið- og Suður Ameríku, en er einnig ræktuð í Afríku og Asíu.
Arabica kaffibaunin inniheldur u.þ.b. 1,4% koffín. Arabica baunin öðlast yfirleitt örlítið sætt bragð við brennslu og gefur bragðmilt kaffi með dálitlum sýrukeim.
Robusta plantan vex í allt að 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún vex aðallega í Afríku og Asíu, en að litlu leyti í Suður Ameríku, t.a.m. í Norður Brasilíu.
Hrá lítur baunin öðruvísi út en Arabica, Robusta er kringlóttari og hefur á sér grárri lit og er nokkuð brúnleit.
Koffein innihald Robusta baunarinnar er u.þ.b. 2,7%. Eftir brennslu innihalda Robusta bragðeiginleika sem eru töluvert frábrugðnir Arabica bauninni.
Robusta baunin gefur mikinn ilm, nokkurn súkkulaðikeim og nokkuð mikið eftirbragð.
Fróðleikur frá kaffi.is