Það er afskaplega gefandi verk að rækta kál því að þetta eru drjúgar plöntur sem geta gefið mikið af sér. Ef þú er kálæta er fátt dásamlegra en að fá kálið beint úr garðinum, ferskara en maður hefði getað ímyndað sér.
Ef þú vilt forrækta, hafðu þá þetta í huga:
Kínakál spírar við 15 °C
Brokkolí spírar við 12-15 °C
Blómkál spírar við 10 °C
Kínakál og blómkál þurfa smá aðhlynningu í byrjun, svo það fari ekki í blómstra strax vegna ljósu nóttanna. Svona langar nætur hafa þau áhrif á kálið að það mynda ekki hausa en blómstar bara í staðinn. Til að koma í veg fyrir það þá þarf fyrstu 4-6 vikurnar annað hvort að hafa plönturnar við 20 °C eða myrkur 12-14 tíma á nóttunni sem er hægt að gera með ábreiðslu sem sett er yfir um kvöldmatarleitið.
Fengið að láni frá ibn.is - höf.greinar María Birna