Melatonin er efnið sem að stjórnar okkar innri klukku, ef líkamanum skortir melatonin þá eigum við afar erfitt með svefn.
Í rannsókn sem var gerð á eldriborgurum í Bretlandi kom í ljós að þeir sem að drukku eitt glas kvölds og morgna af kirsuberjasafa sváfu mun betur en þeir sem drukku vatn.
Svefnvandamál eru algeng hjá eldriborgurum og er því mælt með því að þeir sem komnir eru yfir 68 ára aldurinn drekki kirsuberjasafa tvisvar á dag.
Auðvitað geta allir sem eiga erfitt með svefn drukkið kirsuberjasafa eða borða kirsuber, lófa fylli á dag ætti að vera nóg.
Annað sem að framleiðir melatonin í líkamanum er myrkrið. Ef það er kveikt á lampa, tölvu eða sjónvarpi þar sem þú sefur þá ertu að hamla framleiðslu á melatonin í líkamanum.
Heimild: dailymail.co.uk