Besta leiðin til að losna við kviðfituna er að borða rétt og hreyfa sig daglega.
Sem sagt, mataræðið er 50% og hreyfingin er 50%. Það eru ákveðnar fæðutegundir sem að hjálpa til við að draga úr þrjóskri kviðfitu.
Í möndlum er holla fitan, polyunsaturated og monounsaturated fiturnar, báðar þessar fitur koma í veg fyrir að þú borðir yfir þig.
Hún er fullkomin til að hjálpa þér að losna við ístruna- kviðfituna. Vatnsmelónan er 91% vökvi og hún fær þig til að vera saddur/södd lengur.
Að borða mismunandi tegundir af baunum reglulega dregur úr kviðfitunni. Einnig bæta baunir meltinguna. Þær koma líka í veg fyrir að þú borðið yfir þig.
Viltu flatan maga? Fylltu diskinn af sellerí. Sellerí er afar lágt í kaloríum, fullt af trefjum og inniheldur kalk og C-vítamín.
Gúrkur eru afar ferskar og góðar. 100gr af gúrku er 96% vatn og aðeins 45 kaloríur. Þær eru fullar af steinefnum og vítamínum. Fáðu þér gúrku á hverjum degi, þær hreinsa líkamann.
Einn stór tómatur er um 33 kaloríur. Tómatar innihalda efni sem að er þekkt sem 9-oxo-ODA en þetta efni dregur úr lipids sem að er fituefni í blóðinu. Og þannig hjálpa tómatar þér að draga úr kviðfitunni.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg