Markmiðssetning og að skipuleggja sig getur hjálpað til og er góð leið til að byrja þangað til breytingarnar komast upp í vana. Markmiðin ættu að vera raunhæf en samt nógu spennandi svo að þú hafir drifkraftinn til að halda áfram.
Besta leiðin til að breyta lífsháttum til hins betra svo að það haldist til frambúðar, er að taka lítil skref í einu og gera jafnvel smábreytingar í hverri viku. Þessi litlu skref geta til dæmis verið að:
Bæta við hreyfingu eða hreyfa sig meira
Sofa að minnsta kosti 8 klst hverja nóttu
Minnka viðbættan sykur í mataræðinu
Borða meira af ávöxtum og grænmeti
Minnka notkun salts
Velja heilkornavörur í stað þeirra sem eru meira unnar
Velja fisk og fuglakjöt í stað rauðs kjöts og unninna kjötvara
Velja mjólkurvörur sem innihalda litla fitu og engan eða lítinn sykur
Steikja matinn upp úr olíu frekar en smjöri
Minnka neyslu áfengis
Hætta að reykja
heimild: naering.com