Mikilvægi omega-3 fitusýra
„Á seinni tímum hefur komið í ljós að fæða og þá sérstaklega ákveðin fæða getur haft áhrif á geðslag okkar, líðan og andlega heilsu. Fitan í fæðunni er okkur nauðsynleg og þá sérstaklega ákveðnar fitusýrur sem við getum ekki búið til sjálf og verðum því að fá úr fæðunni,“ segir hann og vísar þar sérstaklega til omega-3 fitusýra sem eru í háu hlutfalli í heilanum og eru mikilvægar fyrir starfsemi hans, vöxt og þroska. „Röskun á hlutfalli fitusýra í líkamanum getur haft áhrif á minni og vitsmunagetu og hefur einnig áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmissa bólgusjúkdóma í líkamanum.“
Hann segir erfitt að fullyrða hvort betra sé að fá fitusýrurnar úr mat eða úr bætiefnum. „Það læðist að mér sá grunur að það sé betra að fá þetta úr fæðunni. Margar rannsóknir þar sem skoðuð er neysla á fitusýrum úr töflum eða hylkjum gefa ekki eins lofandi árangur og þegar þær koma úr fæðunni,“ segir Michael. Hann bendir þó á að Íslendingar hafi tekið lýsi með góðum árangri og hvetur hann fólk til að taka lýsi. „Fiskneysla okkar hefur minnkað mikið á liðnum áratugum ogvið þurfum líka að neyta meira af fiski.“
Michael Clausen
barna- og ofnæmislæknir
Grein af vef lysi.is