Saltneysla hefur dregist saman svo og neysla á farsvörum, er saltmagn er þó enn of hátt. Minna er af viðbættum sykri, sælgæti, gosdrykkjum og skyndibita. Á jákvæðu nótunum kom þó í ljós að meira er af grænmeti & ávöxtum á matseðli landsmanna. Aukningin í grænmeti er 19% og er nú um 120 g á dag, aukningin í ávöxtum er 54% eða 120 g á dag. Meðalneyslan á grænmeti og ávöxtum er 240 g á dag sem er aðeins helmingurinn af því sem æskilegt getur talist. Annað jákvætt er að neysla á grófu brauði og hafragraut hefur tvöfaldast yfir þetta rúmlega 10 ára tímabil sem mataræði Íslendinga hefur verið skoðað. Í þessu samhengi blasir þó sú blákalda staðreynd við að neysla á kexi & kökum er tvöfalt meiri en á grófu brauði! Þetta skýrir að mestu of litla trefjaneyslu Íslendinga sem lítið hefur breyst frá árinu 2002 og er hún aðeins 17 g á dag.
Sykur kemur við sögu þegar kolvetnaneysla landsmanna er til umræðu. Sykur er náttúrulega til staðar í sumum matvælum dæmi um það eru mjólkursykur & ávaxtasykur hins vegar er viðbættur sykur mjög algengur í matvælum en ráðlagt er að innan við 10% orkunnar komin úr sykri og hefur þróunin verið í rétta átt, úr 10,2% árið 202 niður í 8,9% á 10 ára tímabili. Karlar borða almennt minni sykur en konur, 6,5% orkunnar hjá körlum samanborið við 7,5 % hjá konum. Sykurinn í fæði landsmanna kemur helst úr gosi- & svaladrykkjum (34 %) sem nemur uþb. 1 glasi á dag, sælgæti & sykur (22 %), kex & kökur (20 %) og mjólkurvörum (6 %) þetta er athyglisvert þar sem margir tala mjólkurvörurnar niður með þeim rökum að þær innihaldi svo mikinn sykur. Það er þó mun betra að borða mjólkurvörur með svolitlum sykri í og fá úr þeim fjölda næringarefna samanborið við það að drekka gos og borða sælgæti sem er bæði mjög óhollt og næringarsnautt.
Mikil umræða skapast oft um viðbættan sykur en það er sykur sem bætt er í matvörur við framleiðslu. Það er ekki bara hvítur sykur sem telst til viðbætts sykurs heldur einnig síróp, hrásykur, púðursykur, mólassi, glúkósi (þrúgusykur) og ávaxtasykur (frúktósi). Hvaða nafn eða tegund sem sykurinn hefur, þá er það viðbótin sem slík sem skiptir máli og almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni tegund sykurs en annarri. Sumir benda á að í hrásykri og hunangi séu næringarefni sem ekki eru til staðar í hvíta sykrinum en þau eru í svo litlu mæli að þau leggja nær ekkert til næringargildis fæðunnar, sé sykurneysla innan hæfilegra marka.
Ýmis nöfn yfir sykur:
Barley malt |
Date sugar |
Honey / Hunang |
Molasses |
Beet sugar |
Fructose / Ávaxtasykur |
Invert sugar |
Unrefined sugar / Hrásykur |
Brown sugar / Púðursykur |
Fruit juice concentrate / Ávaxtaþykkni |
Liquid cane sugar / syrup |
Turbinado sugar |
Cane sugar |
Galactose |
Maltose |
Table sugar / Sykur |
Cane syrup |
Glucose / Þrúgusykur |
Maple syrup |
Rice syrup |
Confectioners sugar |
Granluated sugar / Strásykur |
Powdered sugar |
White sugar |
Crystalline fructose |
High fructose corn syrup |
Sugar cane syrup |
Agave syrup or nectar |
Sætleiki sykurs
Súkrósi 1,0 Glúkósi 0,7 Ávaxtasykur 1,2 Maltósi 0,4 Laktósi 0,3
Sælgæti í sælgætisbörum
Árið 2012 kynnti Matís mikilvægt framtak að frumkvæði og undir handleiðslu Steinars B. Aðalbjörnssonar og Ólafs Reykdal verkefni sem fólst í því að gefa einfaldar ráðleggingar til almenning hvað er eðlilegt magn af sælgæti fyrir einstaklinga frá 4 ára aldri og á fullorðinsár. Sett voru upp eftirfarandi leiðbeinandi viðmiðunargildi:
Aldur Sælg. magn Orkugildi
4 - 5 ára, 35 g 140 kcal.
6 - 9 ára, 45 g 180 kcal.
10 - 12 ára, 50 g 200 kcal.
15 – 16 ára, 65 g 260 kcal.
Fullorðnir, 62 g 250 kcal.
Fleiri taka lýsi daglega enda nauðsynlegt þar sem flestir fá allt of lítið af D-vítamíni úr fæðunni. Af öðrum bætiefnum er það að segja að konur skortir járn og fólasín.
Það er forvitnilegt að skoða mataræði yngri og eldri Íslendinga í dag og sér í lagi nú á tímum þegar skilin á milli ættu ekki að vera eins skörp, líkt og var t.d. fyrir aldamótin þegar margir einstaklingar voru fæddir á öldinni þar á undan og höfðu alist upp í torfbæjum við þröngan kost og allt öðruvísi mataræði en nú tíðkast.
Samanburður á fæðuvali „yngri“ og „eldri“.
Yngri = 18-30 ára |
Eldri = 61-80 ára |
3 x meira pasta |
2 x meiri fisk |
3 x meira af frönskum kartöflum |
2 x meira af kartöflum |
3 x meira af sykruðum mjólkurvörum |
4 x meiri innmat |
5 x meira af sykruðum gosdrykkjum |
3 x meira kaffi |
7 x meira af pizzum |
|
10 x meira af prótein- og „megrunardrykkjum“ |
|
Það er vert að skoða efnahag fólks inni í könnun á mataræði og það kemur í ljós að 25% svarenda á mjög eða frekar erfitt með að láta enda ná saman og 33% telja að efnahags-breytingar hafa haft áhrif á fæðuval. Það sem telja má jákvætt við erfitt ástand í efnahag þjóðarinnar er að dregið hefur úr neyslu á gosi, skyndibita og sælgæti og að meiri hluti taldi sig ekki hafa breytt neyslu á fiski, farsi, grænmeti & ávöxtum þrátt fyrir verri hag.
Þróunin í mataræði Íslendinga
Orkuefnin/ Ártal |
1990 |
2002 |
2010/2011 |
Ráðlegging |
Prótein % |
17 |
18 |
18 |
10-20 |
Fita % |
41 |
36 |
36 |
< 10 |
Hörð % Fjölómettuð / Omega 3 |
21 |
16 |
15 5,9 / 1,5% |
< 10 |
Kolvetni & trefjaefni |
41 |
45 |
44 |
50-60 |
Viðbættur sykur |
8 |
10 |
9 |
< 10 |
Trefjaefni |
1,4 |
1,6 |
1,6 |
|
Alkóhól |
2 |
1,5 |
1,9 |
|
Það má segja að mataræði Íslendinga sé á réttri leið en betur má ef duga skal og þurfa allir að leggjast á eitt við að skapa hollara mataræði, matarvenjur svo og að lækka álögur á hollustu eins og ávexti og grænmeti.
Heimildir: Könnun á mataræði Íslendinga. Landlæknisembættið
Höfundur texta, Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur