Mig langar að deila með ykkur lista yfir þá matvöru sem ég á yfirleitt alltaf til og sem er stór hluti af mataræðinu á mínu heimili:
Möndlur, hörfræ og chia fræ. Ég nota líka töluvert mikið tahini sesamsmjör sem álegg ofan á hollt brauðmeti eða smurt á eplabita. Hnetur og fræ eru stútfull af steinefnum eins og magnesíum, kalki og sínk og góðum fitum.
Fersk eða frosin ber. Gott að eiga í frysti frosin krækiber, bláber og blönduð ber. Svo er líka sniðugt að narta í goji ber sem millimál enda löngu vitað að ber innihalda mikið magn af andoxunarefnum sem vernda frumur okkar gegn öldrun og skemmdum.
Ólífuolía, kókósolía, hampolía, hörfræolía, lýsi eða aðrar omega 3 olíur til að smyrja liði, jafna hormóna, styrkja ónæmiskerfi og halda húð mjúkri.
Haframjöl, bygg, gróft spelt og quinoa. Nota ýmist í morgungrauta, bakstur eða sem meðlæti með mat. Gróf kolvetni gefa okkur jafna orku yfir daginn.
Egg, kjúkling, lambakjöt, fisk, baunir, hreinar lífrænar mjólkurvörur. Góð gæða prótein búa til mótefni, hormón, taugaboðefni og ensím í líkamanum.
Spínat, grænkál, klettasalat og annað grænt og vænt. Vissulega nota ég mikið af öðru grænmeti líka en ég passa alltaf að eiga eitthvað grænt í skápnum því það er svo nærandi, hreinsandi og virkar eins og súrefnishleðsla á frumurnar...LESA MEIRA