Helstu kostir við möndlur eru að þær ríkar af trefjum og einómettuðum fitusýrum, og þær innihalda mestallar lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær innihalda mikið af E-vítamíni og einnig fólat, kalk, fosfór, járn og magnesíum.
Sýnt hefur verið fram á að neysla á möndlum geti lækkað kólesteról og að hún sé líkleg til að hjálpa til við blóðsykurstjórnun, lækka áhættu á hjartasjúkdómum, efnaskipta sjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Einnig getur neysla á möndlum mögulega hjálpað til við þyngdartap þrátt fyrir hátt magn fitu og orku, en það kemur til vegna þess að þessi samsetning af próteini, trefjum og einómettuðu fitusýrum gefur tilfinningu á fyllingu sem getur komið í veg fyrir að fólk borði of mikið. Passa þarf samt að halda neyslunni í hófi því möndlur eru mjög orkuríkar og aðeins 20 grömm af möndlum gefa 126 hitaeiningar.
Nokkrar hugmyndir sem gætu verið sniðugar að nota möndlur í:
Höfundur: Hrund Valgeirsdóttir, næringarfræðingur http://naering.com