Það er gott að vera með fastar venjur á morgnana - þessi fína grein af pressan.is segir ykkur frá góðum morgunvenjum.
Það er kannski ekki lífrænt sítrónutré beint fyrir utan útidyrahurðina þína og þú vaknar kannski ekki eins og Disney prinsessa á hverjum morgni, en það eru til leiðir til að koma sér í gang á morgnanna sem ekki er flókið að búa til rútínu. Komdu meltingunni og kerfinu í gang þegar þú vaknar og njóttu dagsins ennþá betur.
Drekktu sítrónuvatn þegar þú vaknar
Það er gott að venja sig á að drekka volgt sítrónuvatn á morgnanna. Ískalt vatn getur „sjokkerað“ líkamann á morgnanna og er því betra að hafa það volgt eða jafnvel heitt. Sítrónuvatn á morgnanna kemur meltingunni í gang og hreinsar meltingarveginn. Hægt er að setja smá hunang í sítrónuvatnið. Best er að nota lífrænar sítrónur.
Vaknaðu aðeins fyrr
Korter eða hálftími getur skipt sköpum. Hættu að ýta á „snús“ takkann og vaknaðu fyrr. Það gæti þýtt það að þú þurfir að fara fyrr í háttinn á kvöldin en ef þú vaknar aðeins fyrr, getur þú komið kerfinu í gang fyrr þannig að þegar þú mætir til vinnu þá ertu meira en tilbúinn í daginn.
Fáðu þér egg í morgunmat
Hvernig sem þú vilt elda þau, þá færðu næringu úr eggjum sem hjálpa meltingunni og kerfinu þínu í gang. Góð prótein eru í eggjum og það hjálpar til að koma meltingunni í gang. Þú ert saddur lengur og heldur áfram að melta vel allan daginn. Gott er að elda egg upp úr kókosolíu og fá sér góð kolvetni með, t.d. hafragraut eða ávöxt.
Grænt te með í „to-go“ bollann
Gríptu með þér grænt te í bollann á leið út í bíl. Það er gott að fá heitan bolla með sér í bílinn og hægt að sötra einn og einn sopa þegar þú ert stopp á umferðarljósum. Grænt te hjálpar meltingunni og andoxunarefnin í grænu tei hjálpa líka til við að stuðla að betri heilsu.
Grein af pressan.is