Eldunartíminn eru um 35 mínútur og uppskrift ætluð 12.
150 gr af mjólkurlausu smjörlíki – sem er ætlað til bakstur
125 gr af púðursykri – má sleppa eða nota annað sætuefni
1 stórt egg
100 gr af grófu hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
125 gr af muldum möndlum
100 gr af heslihnetum
1 epli
1 tsk af vanilla extract
Forhitið ofninn í 180 gráður og hafið tilbúinn bakka sem tekur 12 múffur, muna að nota múffuformin.
Hrærið smjörlíkinu og sykrinum saman í stórri skál þar til þetta er ljóst og létt.
Hrærið eggið í annarri skál og setjið svo saman við smjörblönduna.
Sigtið hveitið í skálina, lyftiduftið og kanilinn og blandið saman, ekki of mikið samt á þessum tímapunkti. Hrærið saman muldu möndlunum.
Saxið heslihnetur gróft, skerðu eplið í helminga, hreinsaðu það og fjarlægðu hýðið og skerðu í bita. Bættu eplum í skálina, ásamt hnetunum og vanilla extract og hrærðu þessu létt saman.
Núna setur þú jafn mikið af deigi í múffuformin og dreifir yfir söxuðum heslihnetum.
Setjið í miðju á ofninum og bakið í um 20 mínútur eða þar til múffur eru gylltar. Notaðu prjón til að athuga hvort þær séu ekki bakaðar í gegn.
Nú þurfa múffur að kólna og svo má bera þær fram.