Þessi er svo auðveld og góð.
Þessi er svo auðveld og góð.
Eldunartíminn eru um 25 mínútur og uppskrift fyrir 1.
Hráefni:
2 greinar af ferskum basil
3 kirsuberjatómatar
2 stór egg
Sjávarsalt
Ferskur svartur pipar
Ólífuolía
Ommilettur þurfa ekki alltaf að vera lokaðar eins og hálfmáni. Prufaðu að hafa hana opna og dreifa þínu uppáhalds hráefni yfir og skella henni svo undir grillið í ofninum og elda þar til allt er gyllt og dásamlegt.
Leiðbeiningar:
- Takið laufin af basilgreinum og rífið þau gróflega.
- Skerið kirsuberjatómata til helminga.
- Brjótið egg í góða skál.
- Bætið við örlitlu af salti og pipar.
- Hrærið saman með gaffli þar til egg hafa blandast vel saman.
- Takið litla pönnu og setjið á lágan hita til að leyfa henni að hitna..á meðan ….
- Bætið ½ msk af ólífuolíu á pönnuna og hækkið hitann vel.
- Varlega skal setja tómatana á pönnuna og steikja í um 1 mínútu.
- Lækkið hitann og dreifið yfir basil laufum.
- Varlega hellið eggjablöndunni yfir og hallið pönnu svo blandan sé jöfn á allri pönnunni.
- Notið gaffal til að hræra létt í eggjum á pönnunni.
- Þegar ommilettan byrjar að eldast og verða stinn, en er enn hrá ofan á, taktu þá spaða og losaðu um hana og lokaðu henni til helminga. Þegar hún er gullbrún þá skaltu snúa henni við í stutta stund og þessa ommilettu ber að borða heita.
Njótið vel!