Góðar fréttir: Áhrif kaffis á líkamann er svo magnað að í nýrri rannsókn kemur fram að ef þú drekkur 2 auka bolla á dag þá dregur þú úr líkum á að fá skorpulifur um allt að 44%.
Rannsóknarteymi við háskólann í Southampton á Englandi reiknuðu út niðurstöður frá 430,000 einstaklingum.
Þó þessar niðurstöður hafi verið gerðar opinberar þá er ennþá margt sem þarf að rannsaka betur er kemur að þessu máli.
Sem dæmi er ekki vitað hvernig best er að hella upp á til að fá þessar niðurstöður.
Við vitum allavega að kaffið gerir okkur ekki illt þó það séu tveir auka bollar á dag.
Heimild: grubstreet.com