Það má heyra fólk rífast um dýrafitu, fræolíur og næstum allt þar á milli. En ein af fáum fitum sem að fólk virðist vera sammála um er extra virgin olífuolían. Þessi olía er hluti af miðjarðarhafsmataræðinu og hefur verið á borðum heilbrigðustu þjóða heims afar lengi.
Það eru til ansi margar rannsóknir varðandi hvaða áhrif ólífuolía hefur á heilsuna. Þessar rannsóknir sýna að fitusýrur og andoxunarefnin í olíunni hafa kraftmikinn ávinning á heilsuna, eins og t.d á hjartasjúkdóma.
Ólífuolía er olía sem er pressuð úr ólífum, ávexti ólífu trésins. Framleiðslan er afar einföld….ólífurnar eru einfaldlega pressaðar og olían kemur úr þeim. En það er samt eitt stórt vandamál með ólífuolíu…hún er ekki alltaf sú sem þú heldur. Það eru nefnilega á markaði ódýrari útgáfur af ólífuolíu sem innihalda aukaefni og eru jafnvel þynntar út með annarskonar olíum.
Besta tegundin er extra virgin ólífuolía. Hún er framleidd á náttúrulegan hátt og er alveg hrein og án allara aukaefna.
Ólífuolía sem er sönn extra virgin hefur einstakt bragð og er rík af andoxunarefnum. Það er ástæðan fyrir því að alvöru ólífuolía er svona góð fyrir okkur.
Svo eru til þessar olíur sem oft eru kallaðar “light” ólífuolíur og þær hafa oftast verið fengnar með öðrum aðferðum, jafnvel hitaðar og svo blandaðar með sojabaunaolíu eða canolaolíu.
Af þessari ástæðu er mælt með alvöru extra virgin ólífuolíu. Hafa skal í huga að margar olíur eru merktar extra virgin en eru það í raun ekki. Best er að lesa vel utan á flöskuna.
Niðurstaðan: Alvöru “extra virgin” ólífuólíur eru 100% nátturulegar og afar ríkar af andoxunarefnum.
Extra virgin ólífuolían er afar næringarík. Hún inniheldur E og K-vítamín og helling af nauðsynlegum fitusýrum.
Mettuð fita: 13.8%
Einómettaðar fitur: 73%
Omega – 6: 9.7%
Omega – 3: 0.76%
E-vítamín: 72% af ráðlögðum dagsskammti
K-vítamín: 75% af ráðlögðum dagsskammti
En það sem að gerir ólífuolíuna svona merkilega eru andoxunarefnin.
Þau geta lækkað kólestról og stuðla að betri heilsu.
Heimild: authorotynutrition.com