Þessi uppskrift er fyrir 2-3.
2-4 msk af kókósolíu
1 bolli af elduðu quinoa
3 meðal stór egg (nota stappaðar kartöflur ef þú ert vegan)
1 meðal stór gulrót
1 lítill laukur – afar fínt saxaður
1 msk af graslauk – fínt söxuðum
1 msk af kóríander – söxuðu
¼ bolli af muldum möndlum
Salt og pipar eftir smekk
½ bolli af möndlum eða kasjúhnetum sem hafa legið í vatni í a.m.k 4 tíma
1-2 hvítlauksgeirar, kramdir
1 msk af Dijon sinnepi
2 msk af sítrónusafa
2 msk af ólífuolíu
¼ - ½ bolli af vatni – bara meta hversu mikið vatn þarf
¼ tsk af sjávarsalti
Settu allt klatta hráefnið í skál og blandaðu því mjög vel saman.
Bættu 2 msk af kókósolíu á meðal stóra pönnu og ekki hafa hitann of mikinn.
Gott er að nota ausu til að búa til klattana og því næst skellir þú þeim á pönnuna og passaðu upp á að þeir snertist ekki.
Eldið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til klattar eru létt gylltir, leggið síðan á eldhúspappír og þerrið.
Endurtakið þetta þar til öll klatta blandan er búin. Bættu við kókósolíu á pönnuna ef þess þarf.
Takið nú hráefnið í hvítlauks aioli sósuna (nema vatnið) og setjið í blandara á mikinn hraða og látið blandast vel saman. Farið svo að hella vatninu hægt og rólega saman við eða þangað til sósan er kremkennd og alls ekki of þunn.