Hef þetta bak við eyrað þegar ég fer í heimsreisuna.
Rauðir bananar betur þekktir sem Red Dacca bananas í Ástralíu eru tegund banana þar sem hýðið er rauð-fjólublátt á litinn. Þeir eru minni en þessir gulu sem við þekkjum.
Þegar þeir eru orðnir þroskaðir eru þeir afar mjúkir og annað hvort krem litaðir eða ljósbleikir fyrir innan hýðið.
Þeir eru einnig töluvert sætari en þessir gulu og bragðinu mætti líkja við hindber.
Í Mið-Ameríku eru þeir afar vinsælir og eru seldir út um allan heim (nema til Íslands).
Ég kannaði í nokkrum matvöruverslunum og þessir bananar eru ekki fáanlegir á Íslandi, ennþá allavega.
Skemmtilegur fróðleikur í boði Heilsutorgs.