Vísindamenn eru farnir að viðurkenna að þetta er rétt. Ef við tökum nú mark á þeim, hvaða vín er þá best að drekka?
Rannsóknir hafa sýnt að rauðvín er afar ríkt af efni sem heitir "flavonoids" og er mjög gott fyrir heilsuna. Þetta efni er troðfullt af andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að vinna á ofnænum, vírusum og fleiru.
Þannig að best er fyrir okkur að drekka þurrt rauðvín. Vegna þess að það inniheldur efnin sem eru almennt góð fyrir heilsuna. Við erum ekki að tala um að drekka heila flösku, heldur glas að kvöldi til.
Paracelsus sem var uppi á 16. öld skrifaði " vín er matur, vín er meðal og vín er eitur, þetta er allt spurning um réttan skammt af víni".
Flestir sem tengjast heilsugeiranum eru sammála um að eitt til tvö glös af rauðvíni á dag er afar gott fyrir okkur. Þó ættu konur að drekka minna yfir daginn en karlmenn.
Roger Corder er prófessor og hjartaskurðlæknir en hann hefur rannsakað þetta og ávinningin að drekka rauðvín daglega. Í bókinni hans "The Wine Diet" segist hann vera viss um að flest okkar ættu að bæta rauðvíni í okkar daglega matseðil.
Frakkar eru með lægstu tíðni í hjartasjúkdómum þrátt fyrir að mataræði þeirra en ansi ríkt af fitu. En Frakkar drekka rauðvín daglega.
Þó vín séu ekki á topp listanum hjá mörgum að drekka daglega að þá verður því ekki neitað að rauðvín hafa góð áhrif á okkur séu þau drukkin í hófi.
Meira um rauðvín og áhrif þeirra á okkar heilsu má lesa HÉR.