Hráefni:
2 rauðar plómur, steinlausar og skornar í sneiðar
1 bolli af hindberjum
1 bolli af bláberjum
1 msk af hrásykri
1 msk af ferskum appelsínusafa
½ tsk af kanil
2 msk af ósöltum pistasíu hnetum, söxuðum
3 myntu lauf – rifin
Undirbúningur:
Í passlega stóra skál skaltu setja plómur, hindber, bláber, sykurinn og appelsínusafann, ásamt kanil. Notaðu salat áhöldin þín til að blanda þessu saman svo að berin kremjist nú ekki.
Berið fram með söxuðum pistasíu hnetum og skreyttu með myntunni.
Uppskrift fyrir fjóra.
Njótið~
Tekið af vef health.com