Sætar kartöflur eru góð mótstaða við stressi og eru þekktar fyrir að slaka á vöðvum og róa taugarnar. Einnig er talað um þær sem vörn gegn krabbameini, eins og t.d ristils, lungna, húð og munn krabbameinum.
Sætar kartöflur fara vel í maga og eru auðveldar í meltingu. Þær eru einnig góðar við magasári, meltingatruflunum og hægðartregðu.
Það góða við sætar kartöflur er, að það er best að borða þær hráar, gufusoðnar eða bakaðar. Þannig halda þær í öll næringarefnin og skila þeim beint í líkamann á þér.
Gott er að eiga bakaðar sætar kartöflur í ísskápnum og nota þær svo saman við salat eða meðlæti með öðrum mat.
Sætar kartöflur eru einnig afar góðar stappaðar með svettu af ólífuolíu, kókóssmjöri og avocado.
Sætar kartöflur hafa róandi áhrif á magann og eru afar saðsamar og það er hægt að nota þær með mat á margskonar hátt.