Töluvert úrval er af ýmisskonar rjómalíki (áður kallað jurtarjómi) sérhannað til matargerðar en tegundirnar eru mis feitar og líkja eftir fullfeitum rjóma og matargerðarrjóma. Innihaldið í þessum tegundum byggir jafnan á súrmjólk eða annarri mjólkurafurð og jurtaolíum, gjarnan repjuolíu og pálmaolíu. Áður þótti þesskonar rjómi ekki heilsusamlegur kostur þar sem hann var oft ríkur af transfitu en vinnsluaðferðirnar hafa breyst til hins betra með áhrif á magn þeirra sem oftast er sára lítið. Rjómalíki inniheldur töluvert af bindi-, rot- og þráavarnarefnum stundum einnig sterkju, en allt hefur þetta áhrif á það hvernig varan geymist og heldur sér við hitun.
Þó svo að rjómalíki sé ágætis vara þá er það nú þannig að við kjósum flest að nota sem náttúrulegust matvæli og sleppa þannig við viðbætt hráefni. Helst viljum við líka velja íslenskt, vita þannig hvaðan hráefnið kemur og styðja við íslenskan landbúnað.
Tegund |
Orka (kcal) |
Prótein (g) |
Fita (g) |
Kolvetni (g) |
Sykur (g) |
A-vítamín (μg) |
Rjómi |
|
|
|
|
|
|
ARNA, laktósafrítt |
|
|
|
|
|
|
ARNA, Rjómi laktósafrír |
344 |
2,2 |
36 |
2,9* |
0** |
400 |
ARNA, Matarrjómi laktósafrír |
162 |
2,8 |
15 |
4* |
0** |
166 |
|
|
|
|
|
|
|
Mjólkursamsalan |
|
|
|
|
|
|
MS. Rjómi (gerilsneyddur) |
339 |
2,2 |
36 |
2,9 |
|
400 |
Matreiðslurjómi |
155 |
1 |
15 |
4 |
|
166 |
Kaffirjómi |
137 |
3,1 |
12 |
4,2 |
|
119 |
* Glúkósi og galaktósi.
ARNA, Rjómi (gerilsneyddur)
ARNA, Matreiðslurjómi (gerilsneyddur, fitusprengdur)
MS, Rjómi (gerilsneyddur)
MS, Rjómi 15% (gerilsneyddur, fitusprengdur)
Þegar hefðbundinn rjómi frá ARNA og MS er borinn saman er ekki teljanlegur munur á milli þeirra næringarlega séð. Munurinn liggur helst í því að þau kolvetni sem ARNA rjóminn inniheldur koma úr glúkósa og galaktósa sem stendur eftir þegar búið er að brjóta niður mjólkursykurinn.
Heimildir & ítarefni:
Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur