Þú færð varla ódýrari mat en slátur og fjölskyldan skemmtir sér saman við íslenskar hefðir.
Í gamla daga merkti slátur allt ætilegt af skepnunni; kjöt, innmat, hausa og lappir. Á síðustu öld merkti orðið slátur hins vegar allan innmat; blóð, haus og lappir. Nú orðið þegar talað er um að taka slátur er hins vegar átt við að búa til lifrarpylsu og blóðmör.
Hefðbundnar sláturuppskriftir hafa lítið breyst í gegnum tíðina þó nú orðið sé
notaður miklu minni mör en áður. Eins þurfti oft að drýgja mjölið þegar mjölskorts gætti og voru þá notuð fjallagrös að hluta eða öllu leyti. Áður fyrr var allt slátur sett í súr og þó nýjar geymsluaðferðir hafi rutt sér til rúms þá kjósa margir þessa gömlu aðferð og telja súrmat sannkallað lostæti.
Góða skemmtun og gangi þér vel!
Starfsfólk Nóatúns.
Fengum þessar upplýsingar af síðu noatun.is