Þau eru afar rík af auðmeltu próteini sem er nauðsynlegt fyrir vefi, taugar og frumur.
Sólblómafræ eru full af D-vítamíni, B-complex, K og E-vítamínum. E-vítamín er líka þekkt sem tocopherol en það er andoxunarefni sem að ver frumurnar frá sindurefnum og passar upp á hjartað og ver líkamann gegn krabbameini.
Einnig eru sólblómafræ góð fyrir augun því þau geta komið í veg fyrir að fólk fái starblindu.
Sólblómafræ eru einnig há í selenium, magnesium, zinki og járni sem að styrkir blóðið og ónæmiskerfið. Einnig innihalda þau lignans, phenolic acids og tryptophan sem gerir þau afar góð fyrir þá sem að sofa illa og einnig þá sem að eru að létta sig.
Sólblómafræ geta einnig haft áhrif á astma, æðahrörnun, heilablóðfall, hjartaáfall, stíflaðar æðar og beinþynningu. Það er ekkert kólestról í þeim og þau eru afar lág í mettaðri fitu sem gerir þau fullkomin fyrir hjarta- og æðakerfið.
Sólblómafræ geta gert gott ef að augun eru viðkvæm fyrir ljósi og einnig þreytu í augum. Einnig styrkja þau neglur og hár.
Hrá sólblómafræ eru tilvalið snakk, þau eru holl og full af næringu og langt um betri en eitthvað súkkulaði stykki.
Persónulega finnst mér rosalega gott að nota sólblómafræ og graskersfræ út á ferskt salat.