En að kalla þetta mataræði “náttúrulegt” fyrir mannfólkið er teygjanlegt hugtak í samhengi við þróun mannsins en þetta kemur fram í tveimur nýjum rannsóknum.
Að borða kjöt og eldaðan mat er það sem gerði okkur að mönnum segir í rannsókninni. En það gerði heilanum kleift að stækka. Því hann var nefnilega afar smár í forfeðrum okkar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að fornleifafræðingar og þróunar líffræðingar koma með þessa kenning. Í þessari nýju rannsókn er sýnt fram á að það hefði verið líffræðilega ómögulegt fyrir mannfólkið að þróa svona stóran heila á grænmetisfæði.
Megin atriði þessarar rannsóknar var að fá skilning á nútíma heila, en heilinn notar um 20% af orku líkamans sem er tvisvar sinnum meira en hjá öpum. Kjöt og eldaður matur var nauðsynlegur til að líkaminn fengi þessar nauðsynlegu kaloríur til að “fæða” stækkandi heila.
Í einni rannsókn sem kom út í síðasta mánuði í the Procedings of the National Academy of Sciences voru stærðir heila í öpum rannsakaðir. Stærri líkamar hafa stærri heila. En mannsólkið hefur einstaklega stóran heila sem er fullur af taugafrumum. Á meðan górillur sem eru þrisvar sinnum stærri en við hafa miklu minni heila með þriðjungi minna af taugafrumum. En afhverju skildi það vera?
Jú, það er vegna þess að við eldum okkar mat og neytum meira af kjöti.
Og sem dæmi, fornmaðurinn hefði ekki getað fengið þennan stóra heila nema ef hann hefði neytt hrás grænmetis í níu klukkustundir til að fá næginlegt magn af kaloríum.
Ef að matseld var ekki regluleg fyrir tíma nútímamannsins að þá var kjöt át það svo sannarlega.
Þau dýr sem að borða kjöt eru með stærri heila en þau dýr sem að borða bara gras. Dominguez Rodrigo sem rannsakað hefur fornmanninn sagði LiveScience að það hefðu ekki verið til ættbálkar sem að borðuðu eingöngu grænmeti, ástæðan er sú að líkaminn þarfnast B12 vítamíns og það fáum við eingöngu úr dýraafurðum.
Bæði kjöt og grænmeti er nauðsynlegt svo heilinn hafi getað þróast og stækkað. En þetta er ekki fullyrðing um það hvernig mataræðið var heldur hvernig það var líklega.
Með stórmarkaði og ísskápa að þá getum við í dag neytt mikið af grænmeti allt árið. Mataræði sem saman stendur af grænmeti er afar hollt en það þarf líka að passa að gleyma ekki nauðsynlegum næringarefnum.
Það er hægt að ræða þetta fram og til baka, sumir eru sammála og aðrir ekki. Er rétt að vera grænmetisæta? Eða Vegan? Eða borða bara hrátt grænmeti? Það er spurning.
Það eru margar góðar ástæður til að breyta mataræðinu í grænmeti eingöngu eða þróun mannkyns er ekki ein af þeim.
Heimild: washingtonpost.com