Með spírun brotna prótein niður í amínósýrur, kolvetni niður í einsykrur, fita í fitusýrur o.s.frv.
Spírun brýtur næringarefnin niður í það form sem líkaminn getur nýtt sér og tekur upp í gegnum slímhúð meltingarfæranna.
Með neyslu spíraðrar fæðu eyðir líkaminn þannig ekki orku né eigin emsímforða til að brjóta niður fæðuna heldur tekur næringarefnin beint upp.
Þá eru spírurnar próteinríkar, lágar í fitu, án kólesterols og vítamínríkar og innihalda ríkuleg jurtaefni sem hafa góð áhrif á heilsu.