Sé kaffi geymt í stofuhita yfir nótt, tapar það u.þ.b. 30% ilmefna þess yfir nóttina.
Eina leiðin til að varðveita nýbrennt eða malað kaffi að öllu leyti fyrir þessum óvini er að fjarlægja súrefnið algerlega og pakka því í lofttæmdar umbúðir.
Eftir að kaffipakkinn hefur verið opnaður er best að loka honum eins þétt og kostur er og geyma í ísskáp. Margir kaupa heilar kaffibaunir til mölunar í heimahúsum. Ef afgangur er í kvörninni að degi loknum er rétt að pakka afganginum niður og setja í ísskáp. Annars þorna þær og tapa ilm.
Fróðleikur frá kaffi.is