Það er ekkert eins og banani í morgunverð. Hann tekur alla löngun í nart rétt fyrir hádegið í burtu. Þessi guli ávöxtur og þá sérstaklega þegar hann er örlítið grænn er afar góður fyrir líkamann. Hann inniheldur kolvetni sem fylla á magann lengur en aðrir ávextir.
Það er ofsalega gott að skera hann niður og nota út á hafragraut eða saman við gróft morgunkorn.