Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.
Að dreifa muldum hörfræjum saman við smoothie eða í skál af morgunkorni breytir morgunverðinum þínum í gullnámu af omega-3.
Það þarf bara 2 matskeiðar því þær innihalda 100% af RDS.
Hörfræ hefur örlítið hnetu bragð og er einnig afar ríkt af trefjum og fleiri góðum efnum fyrir líkamann.
Passa þarf upp á að þau séu mulin því annars renna þau beint í gegnum líkamann án þess að skilja eftir þau næringarefni sem líkaminn þarf.
Ef þú finnur þau ekki mulin þá mylur þú þau bara sjálf.