Þetta segja að minnsta kosti margir sérfræðingar sem Fox News ræddi við um þetta mál. Stöðin fékk næringarsérfræðinga til að nefna þau matvæli sem gott er að borða til að varðveita unglegt og fallegt ytra byrði líkamans. Joshua Zeichner, læknir, sagði við Fox að gott mataræði hafi áhrif til hins betra á líkamann, allt frá mittinu til húðarinnar og hársins.
1. Kaffi. Kaffi er ekki aðeins uppspretta orku, þá sérstaklega snemma morguns, því samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í the Journal of the National Cancel Institute kemur fram að í kaffi eru nokkur efni sem geta verndað húðina gegn sortuæxlum. Þeim mun meira sem við drekkum af þessum dásamlega svarta drykk, þeim mun minni eru líkurnar á að við fáum sortuæxli að sögn vísindamannanna.
2. Vatnsmelónur. Ljúffengar vatnsmelónur eru ekki bara góðar til að svala þorsta og seðja hungur því þær eru stútfullar af hinu náttúrulega rauða litarefni lycopen, sem er einnig að finna í tómötum og papayaávöxtum. Lycopen er andoxunarefni sem er talið geta komið í veg fyrir krabbamein og verndi húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar.
3. Humar. Humar og önnur skeldýr innihalda töluvert af sinki sem gerir það að verkum að þessi ljúffengu sjávardýr búa yfir ákveðnum bólgueyðandi kostum því ef við borðum þau þá geta þau haft góð áhrif á húð okkar, til dæmis dregið úr bólumyndun. Sink hraðar framleiðslu nýrra húðfruma og þess vegna er það mikið notað í mörg bólulyf.
4. Egg. Neglur okkar eru úr prótíni. Ef við fáum ekki nægilega mikið prótín í mat okkar eigum við á hættu að bæði fingur- og táneglur verði mjúkar og lausar í sér. Egg innihalda biotin, sem er B-vítamín-samsetning, sem brýtur niður amínósýrur sem eru grunnurinn að prótíni.
5. Valhnetur. Lykillinn að heilbrigðu og sterku hári eru omega 3-fitusýrur og E-vítamín. Valhnetur, sem eru bragðgóðar, innihalda hvoru tveggja. Hálfur desilítri á dag dugir til að halda hárinu heilbrigður og varðveita náttúrlegan lit þess og gljáa. Niðurstöður rannsókna benda einnig til að fólk geti orðið gráhært fyrr en ella ef það fær ekki nægilega mikið af kopar en þetta steinefni er einnig að finna í valhnetum.
6. Avókadó. Þú hefur kannski tekið eftir því að margar snyrtivörur innihalda avókadó. Það er góð ástæða fyrir því en þessi feiti græni ávöxtur inniheldur olíusýru sem halda húðinni rakri og mjúkri.
Þessi grein er birt í samstarfi við
Tengt efni: