Þetta kemur fram í grein á Fréttanetinu þar sem konum er ráðlagt að neyta turmeriks, sér í lagi þegar aldurinn færist yfir. Vaxandi fjöldi rannsókna sýni að túrmerik-neysla sé afar áhrifarík leið til að sporna við hjarta- og æðasjúkdómum.
Í greininni segir: "Rannsókn sem fram fór á síðasta ári á vegum American Journal of Cardiology sýndi fram að túrmerik þykkni dregur úr líkunum á hjartaáfalli. Þá sýnir önnur undraverð rannsókn frá 2012 fram á að efnið curicumin sem er í túrmerik (en það gefur því gullna litinn) lagar æðavirknina hjá konum svipað og þjálfun gerir. Þessi rannsókn, sem birt var í tímaritinu, Nutrition Research, var gerð á 32 konum eftir tíðahvörf og stóð yfir í 8 vikur.
Konunum var skipt í þrjá hópa: þær sem hreyfðu sig ekki, þær sem stunduðu líkamsrækt og þriðji hópurinn sem hlaut alls enga meðferð. Rannsakendur könnuðu stöðuna á æðum kvennanna sem kallast æðaþeli. Notast var við ómskoðun til að mæla flæðið í slagæðum og útvíkkun þeirra hjá konunum. Mýkt æðanna og æðaþel í slagæðunum var sérstaklega rannsökuð. Veggir í æðum þátttakenda sýndu breytingar vegna ýmissa þátta þegar leið á rannsóknina. Sú breyting sem kom sterklega fram hjá konunum sem tóku hvorki inn turmerik né hreyfðu sig sýndi fram á æðakölkun.
Fyrsti hópurinn voru konur sem neyttu 150 gr af túrmerik þykkni daglega í 8 vikur sem samsvarar 25 gr af curcumin, sem er virkasta innihaldsefnið í túrmeriki en það hefur öflug bólgueyðandi áhrif og inniheldur mjög sterkt andoxunarefni. Meðan á rannsókninni stóð gerðu konurnar í hópunum engar breytingar á mataræðinu sínu.
Seinni hópurinn æfði oftar en 3 sinnum í viku. Þær hreyfðu sig daglega hvort sem það var á reiðhjóli eða göngu í 30-60 mínútur samhliða æfingunum. Í fyrsta áfanganum höfðu 60% þátttakenda hámarks hjartsláttartíðni og 70-75% hámarks hjartsláttartíðni þegar leið á rannsóknina. Rannsakendur komust að því að regluleg neysla curcumin á móti reglulegri þolþjálfun bætti verulega æðaþels virknina í æðunum. Þá bendir allt til þess að curcumin getur komið í veg aldurstengda lækkun á innanþekju í æðum hjá konum eftir tíðahvörf.
Jafnvel þó að þessi rannsókn hafi gengið út á heilsufar kvennanna þá er augljóst að túrmerik neysla getur komið í staðinn fyrir reglulegar heimsóknir í ræktina. Ein klípa af turmerik gerir sama gagn og klukkustundarlöng æfing eða hreyfing.
Á hinn bóginn þá er ekki æskilegt að skipta út líkamsþjálfun fyrir túrmerik til að viðhalda heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma. Samsetning af æfingum og turmerik er án efa besta lausnin."
Grein af vef hringbraut.is