Þær innihalda mikið calcíum og D-vítamín, en talið er að um 30% kvenna yfir fimmtugu skorti þessi mikilvægu efni sem viðhalda styrk beinanna. Þar við bætist að þær geta hjálpar fólki að grennast. Bandarískar rannsóknir sýna að þeir sem eru duglegastir við að borða mjólkurvörur með lágu fituinnihaldi léttast 38% meira en þeir sem borða minnst af þeim.
Staðreyndin er sú að margir sem stöðugt borða fæðu sem er merkt fitusnauð eða fitulaus, fitna. Oft er settur sykur í þessar vörur til að bragðbæta þær eftir að fitan er tekin burt. Þar sem margar „diet“ vörur eru mikið unnar eru þær næringarsnauðari en annar matur. Þá er betra að fá sér stöku sinnum mat sem fita er í og sleppa megrunarfæðinu.
Það fylgja því ýmis vandamál að fara út að borða. Þú veist oft ekki hvernig maturinn er tilreiddur og menn hafa tilhneigingu til að borða meira á veitingastöðum en þeir ættu að gera. Í Bandaríkjunum er það mat ýmissa sérfræðinga að skammtar á veitingastöðum séu um þrisvar sinnum stærri, en eðliegir skammtar eiga að vera. En hvað er mátulega mikið? Hér eru þrjár þumalputtareglur. Ávextir og grænmeti ættu ekki að vera fyrirferðarmeiri en hnefinn á þér. Kjöt ætti ekki að vera meira um sig en spilastokkur og fiskstykkið ætti að vera á stærð við peningaveski.
Konur sem lesa innihaldslýsingar sem fylgja matvöru eru að meðaltali rúmlega 4 kílóum léttari en konur sem gera það ekki, samkvæmt rannsókn sem vitnað er í á AARP síðunni. Þú þarft ekki vasareikni með þér í búðina, það er nóg að skoða merkingarnar vel. Berðu saman til dæmis sykurmagn í mjólkurvörunum sem þú ætlar að kaupa og kauptu þær sem minna er í af sykri.
Það er mælt með því að fólk borði á milli mála og borði skynsamlega. Kannanir sýna að fólk sem borðar milli mála tvisvar á dag, léttist meira en þeir sem borða þrjár stórar máltíðir. Fyrra millimálið ætti að vera milli morguns og hádegis, en það síðara milli hádegis og kvöldverðar. Ekki borða eftir klukkan 8 á kvöldin. Að borða á milli mála, heldur insúlínmagni í blóðinu stöðugu og kemur í veg fyrir að menn úði í sig alltof miklum mat á matmálstímum. Það sem mælt er með að fólk borði milli mála, er til dæmis handfylli af hnetum, litlar gulrætur, hummus eða ávaxtabiti.
Tyggigúmmí getur haldið aukakílóunum fjarri. Það er af ástæðu sem menn hafa kannski ekki hugsað útí. Að tyggja tyggjó, leysir úr læðingi hormón sem senda skilaboð til heilans um að þú sért orðinn saddur. Tyggigúmmíð er sérlega gott ef menn eru „nartarar“, þ.e. eru alltaf að narta í mat, til dæmis á meðan þeir elda, eða horfa á sjónvarp. Menn ættu alltaf að nota sykurlaust tyggjó, segir á vefsíðunni, því ef það er sykur í því, getur það skemmt tennurnar.
Heimild: lifdununa.is