Þessi uppskrift er stór, hún er fyrir 10 manns. Það má frysta afganginn ef þú notar ekki allt, en frystu eftir eldun.
1 haus af blómkáli - brjóta blómin af
1 dós af kjúklingabaunum, hreinsa og fjarlægja vatn
1 paprika – smátt skorin
1 laukur – smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 bolli af brauðraspi – heimagert án skorpu
1 tsk turmeric
1 tsk kúmen
Salt og pipar eftir smekk
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Sjóðið eða gufusjóðið blómkálið þar til mjúkt
Steikið lauk og papriku á lágum hita þar til mjúkt
Bætir hvítlauk á pönnu og steikið örlítið lengur
Í stóra skál skal stappa kjúklingabaunum og merja vel með gaffli
Bætið blómkáli saman við og stappið vel saman
Bætið nú rest af hráefni saman við og hrærið þar til allt er vel blandað saman
Blandan á að vera blaut og klístrast saman í kúlu
Nú skal varlega búa til kúlur í höndunum – c.a stærð á golfkúlu
Notaðu lófana svo til að fletja kúlurnar út
Nú skal steikja klattana á pönnu með olíu í örstutta stund
Bakið svo í ofni í 25 mínútur, snúðið klöttum við og bakið í aðrar 20 mínútur eða þar til klattar eru gylltir
Ps: nota má í stað brauðrasps, glútenlausa hafra ef þú ert að borða glútenlausan mat.