Lágkolvetnamataræði er vinsælt fréttaefni um þessar mundir og var tekið til sérstakrar umfjöllunar í sjónvarpsfréttum RUV fyrr í kvöld. Margir sérfræðingar hér á landi telja sérstaka ástæðu til að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað samfara vaxandi vinsældum þessa mataræðis. Áður hafa sænskir sérfræðingarbent á, í umdeildri blaðagrein, að lágkolvetnamataræði sé ógn við lýðheilsu í Svíþjóð.
Umfjöllun RUV
"Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands segir að lágkolvetnalíffstíll sá sem nú er í tísku sé bóla sem geti haft óæskileg áhrif á heilbrigði þjóðarinnar. Lágkolvetnamataræði sé meðferðarúrræði sem henti takmörkuðum hópi fólks og sé engin allsherjarlausn fyrir almenning.
Lágkolvetnamataræði inniheldur eins og nafnið gefur til kynna lítið af kolvetnum. Þetta mataræði er talið gott vopn í baráttunni við aukakílóin og meðal annars er þeim sem kljást við offitu ráðlagt að taka það upp. Þá eru kolvetnin tekin út og fitu bætt inn í staðinn.
Margir hafa gagnrýnt hvernig faglegar ráðleggingar um þetta mataræði hafa breyst í markaðssetningu á lágkolvetnalífsstíl sem allsherjarlausn fyrir hvern sem er, en að þetta henti í raun takmörkuðum hópi fólks í skamman tíma, enda virðast alls kyns lágkolvetnakúrar fara eins og eldur í sinu um þjóðfélagið. Lífsstíls-og mataræðisbækur seljast grimmt en eru þó mjög umdeildar og fjöldi lágkolvetnaklúbba eru á netinu. Þetta gengur svo langt að sjáanleg aukning er í sölu á smjöri og rjóma."
Ingibjörg segir: "Þetta er kynnt sem lífsstíll en í raun og veru er þetta meðferðarúrræði. Þetta er kannski svona sambærilegt eins og að senda alla þjóðina á blóðþrýstingslækkandi lyf."
Ingibjörg segir sjálf aldrei myndi setja fólk á þennan kúr nema hafa í kringum sig fagfólk sem gæti haldið vel utan um viðkomandi. Hún sé þó ekki að gera lítið úr meðferðinni sem slíkri og gott ef fólk á lágkolvetnafæði sé að léttast, en þegar fólk sé farið að túlka hlutina eins og því sýnist sé það að bóða hættunni heim.
Ingibjörg bætir við: "og fara að taka út úr þessu rjómann og beikonið og bæta því á sitt hefðbundna fæði… og er það þá gott? Við höfum ekkert í höndunum og meira að segja það mikið í höndunum til að sýna fram á að það geti bara hreinlega verið skaðlegt."
Hvenær er lágkolvetnamataræði meðferðarúrræði?
Lágkolvetnamataræði hefur verið mér hugleikið um skeið vegna starfa minna sem læknir. Á síðustu árum hef ég upplifað mikla aukingu á offitu og heilsufarsvandamálum sem henni fylga, svo sem sykursýki af tegund 2, háþrýstingi og blóðfituröskun.
Sjá framhald á grein hér á vef Axel F. Sigurðssonar læknis á www.mataraedi.is