Chia fræ eru afar rík af omega-3 sem spilar mjög stórt hlutverk í að auka á hamingjuhormónana okkar.
Professor Ram Rajasekharan, framleiðslustjóri hjá Central Food Technologial rannsóknarstöðinni segir “setjið um þrjú grömm af Chia fræjum í glas af vatni og látið standa í 10 mínútur; fræjin verða eins og glært gel og eru afar auðvelt að neyta.”
“Setja má fræjin í smoothie drykki og hristinga, ásamt búðing og einnig má baka úr þeim, bæði brauð og kökur. Hlutlausa bragðið af fræjunum gerir það að verkum að þau bæta ekki neinu auka bragði saman við drykki eða brauð. Að meðaltali ætti fullorðin einstaklingur að borða um 1 – 1,6 gramm af omega-3 á degi hverjum, “ sagði Rajasekharan.
Chia er fornt korn og var það mikilvægur hluti af lífsháttum Azteka. Þar var chia notað við trúarbrögð, í mataræðið og einnig þótti það afar mikilvægt fyrir stríðsmenn Azteka.
Chia fræ eru svo rík af omega-3 að grænmetisætur ættu að hafa það í huga.
Dagleg neysla á chia fræjum hjálpar til við að fylla á omega-3 fitubúskapinn sem líkaminn þarfnast á hverjum degi. Chia er góð uppspretta af góðri fitu fyrir líkamann. Ein teskeið á dag og skapið verður léttara.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig þú getur bætt morgunverðinn með chia fræjum.
Heimild: indiatimes.com