Ef ekki, þá gætir þú verið að upplifa einkenni zinkskorts en þú veist ekki af því og kennir stressi, svefnleysi eða erfiðum degi í vinnuni um þessi einkenni.
Samkvæmt nýrri rannsókn í the Journal Comprehensive Reviews in Food Science and Food Safety að þá er zink eitt mikilvægasta efni sem líkaminn þarf á að halda upp á næringu og lífsstíl – samt er um helmingur af fólki í heiminum í hættu vegna þess að þau fá ekki næginlegt zink.
Við lítum oft framhjá zinki vegna þess hversu lítið af því er í líkama okkar (rétt um 2 til 3 grömm). En afþví það er svona mikilvægt fyrir líkamann þá getur örlítill skortur á zinki sýnt einkenni skorts.
Hérna eru upplýsingar sem að líkaminn gæti verið að senda þér og óska eftir að þú bætir við zink búskapinn:
1. Það tekur langan tíma að losna við kvef
Ef þú ert með kvef sem ætlar engan enda að taka þá ertu sennilega of lág í zinki. Auktu zinkið og aðstoðaðu líkamann við að losna við kvefið.
2. Húðin er þurr og gróf
Þetta er eitt af því sem gerist ef þú ert ekki að fá nóg zink og ansi margir vilja kenna köldu veðri eða ónógri vatnsdrykkju um. Zink eykur á endurnýjun húðfruma og hefur jákvæð áhrif á að bólur hverfi og eins með útbrot, psoriasis og önnur húðvandamál.
3. Þú hefur aldrei neina matarlyst
Fólk sem skortir zink hefur yfirleitt einhver vandamál með meltinguna, sérstaklega þegar kemur að því að melta prótein. Án zinks þá getur líkaminn ekki melt mat næginlega vel né tekið nauðsynleg næringarefni úr honum.
4. Þig verkjar í líkamann…allstaðar
Ef líkaminn er ekki fljótur að ná sér eftir æfingar eða ef að marblettir hverfa ekki fljótlega þá er mögulega skortur á zinki. Sár sem eru lengi að gróa er afar algeng orsök zink skorts.
5. Bragðlaukarnir og lyktarskinið er ekki í lagi
Zink kveikir á svæði í heilanum sem að tekur á móti upplýsingum um bragð og lykt. Þannig að zink er afar mikilvægt vegna þessa. Ef maturinn er að bragðast illa eða einkennilega þá má kenna um skorti á zinki.
Hvernig er best að ná sér í zink?
Það má bæta í mataræðið, matur eins og nautakjöti, svínakjöti eða lambakjöti, þessar afurðir innihalda meira zink en fiskur.
Þó má einnig borða meira af fisk og öðrum sjávarafurðum.
Annað sem er gott til að ná sér í zink eru t.d gróft korn, hnetur og fræ, sérstaklega graskersfræ.
Einnig eru þetta góðar leiðir til að ná sér í zink úr mataræðinu:
Spínat, dökkt súkkulaði, kjúklingur, baunir og sveppir.
Það er betra að reyna að fá zink úr mataræðinu áður en þú ferð að dæla í þig zink töflum. Ef þér finnist þú þurfa að taka zink töflur skaltu ráðfæra þig við lækni fyrst.
Heimild: organicauthority.com