Uppskrift:
1/2 poki af rucola salati
1/2 poki af spínati
1 appelsína
1 tómatur
1 handfylli af Goji-berjum
1/2 krukka af fetaosti
2 kjúklingabringur
Aðferð:
1.Skerið kjúklingabringurnar í litla strimla og veltið upp úr smá salti og sítrónupipar.
2.Steikið kjúklingabringurnar á miðlungshita uppúr smá olíu.
3.Skerið appelsínuna og tómatinn í litla “munn“bita.
4.Blandið saman salatinu, appelsínunum, goji berjunum og fetaostinum í stóra skál.
5.Leyfið kjúklingnum að kólna aðeins og bætið honum svo út í skálina.
Mangódressing:
1/2 dolla af sýrðum rjóma
1/2 dolla af grískri jógúrt
2 matskeiðar af mango chutney
smá sítróna (kreist)
1/2 teskeið af chilikornum
Verði ykkur að góðu!
Birt í samstarfi við
Tengt efni: