Dísæt og bráðholl freisting fyrir börn og fullorðna; dásamlegt heilsunasl í ræktina og enn betri viðbót í nestisboxið. Hvað er enda betra en heimatilbúið hollustusnakk í lok strangrar skóla- og vinnuviku sem eykur ekki bara orku heldur læðir brosi á litla (og stærri) munna!
4 bollar (amerísk mælieining) Cheerios
1 bolli þurrkuð berjablanda (trönuber, bláber o.sv.frv.)
½ bolli hunangsristaðar hnetur
½ bolli agave hunang
½ bolli lífrænt hnetusmjör
#1 – Smyrjið ágætt bökunarmót að innan og leggið til hliðar; formið er ekki ætlað til að baka bitana í ofninum – heldur til að leggja í ísskáp í u.þ.b. klukkustund, áður en blandan er skorin í bita.
#2 – Blandið saman Cheerios, þurrkuðum berjum og hnetum í stórri skál.
#3 – Hitið hunangið og hnetusmjörið í litlum potti, hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún er orðin þétt, mjúk og rennileg. Ef blandan verður mjög heit í pottinum er ágætt að láta hana kólna í smávægilegan tíma og taka fram þegar hunangslagað hnetusmjörið er orðið volgt.
#4 – Hellið blöndunni því næst yfir Cheerios- og hnetu / berjablönduna í skálinni og hrærið öllu vel saman.
#5 – Hellið að lokum blöndunni í bökunarformið og látið standa inni í ísskáp í klukkutíma; takið svo út og skerið í litla og handhæga bita sem fara vel í nestisboxið.
Uppskrift af vef sykur.is
Uppskrift // Chew Out Loud