Þær eru því yfirleitt harðar og nánast eða alveg óætar þegar þær koma í verslanir og þótt stundum sé þeim leyft að þroskast í grænmetisborðinu þurfa þeir sem ætla að nota avókadó oftast að hafa nokkra fyrirhyggju.
Aldin sem eru hörð þegar þau eru keypt þarf að geyma við stofuhita í nokkra daga áður en unnt er að nota þau. Þolinmæðin borgar sig því fullþroskað og unaðslega mjúkt avókadó er satt að segja allt önnur og betri vara en það sem er hálfhart og stamt undir tönn. Þó má flýta fyrir þroskanum með því að stinga þeim í bréfpoka, gjarna með öðrum þroskuðum ávöxtum, og geyma á hlýjum stað.
Avókadó geymist svo í nokkra daga í kæli eftir að það er fullþroskað.
Og hvernig á svo að meta hvort avókadóið er þroskað? Taktu það í lófann eins og bolta og þrýstu létt á það. Ef það er mjúkt og gefur ögn eftir er það orðið þroskað. Ekki pota fingrinum í það og kreista það. Ef avókadóið gefur mjög vel eftir og hýðið er farið að dökkna er það samt líklega ekki skemmt, heldur bara mjög vel þroskuð og ætti að henta mjög vel í guacamole og aðrar ídýfur og mauk. Ef það er allt orðið dökkt og ljótt (en hafðu þó í huga að sumar tegundir eru mjög dökkar, næstum svartar) og svo mjúkt að það er jafnvel hægt að reka fingurinn gegnum hýðið er avókadóið ofþroskað en þó getur vel verið að hægt sé að nota a.m.k. hluta þess.
Yfirleitt er ávöxturinn skorinn í tvennt eftir endilöngu, hringinn í kringum stóran, ávalan steininn, og losað í sundur. Steinninn fylgir þá öðrum hvorum helmingnum og er svo losaður úr með skeið. Aldinkjöt vel þroskaðs avókadós er ljósgrænd á lit og mjúkt eins og smjör ? það er auðvelt að skafa það úr hýðinu með skeið og það er einmitt stundum gert en einnig má fletta hýðinu utan af (auðvelt ef aldinið er þroskað) og skera það í sneiðar eða bita. Aldinkjöt vel þroskaðrar lárperu er ljósgrænt á lit, skærgrænt yst, og mjúkt eins og smjör, enda er fituinnihald ávaxtarins mjög hátt.
Flestir þekkja lárperur best í ýmiss konar salötum og salsa og í hinni alþekktu ídýfu guacamole. En það er hægt að nota þær í ótalmargt annað. Þó á aldrei að elda þær, bragðið verður beiskt. Það má þó hita þær skamma stund eða setja þær út í heita rétti, það þarf aðeins að gæta þess að þær byrji ekki að soðna eða steikjast.
Fróðleikur af vef Nóatúns.